Þetta er hópur af fólki sem tekur þátt í að þýða UBUNTU og
tengd verkefni yfir á íslensku (is_IS). Það er hægt að þýða
Ubuntu á íslensku án þess að vera skráður í þennan þýðingarhóp.
Margir þeirra sem hér eru skráðir taka einnig þátt í öðrum
hugbúnaðarþýðingum; slíkt er engin kvöð, en getur verið
gagnlegt. Tilgangur þess að stofna slíkan hóp hér á
Launchpad er fyrst og fremst sá að geta komið á framfæri
ýmsum upplýsingum til samræmingar og til hjálpar fyrir
þýðendurna.

Á RGLUG-kvikusíðunni "Íslenskar hugbúnaðarþýðingar" :
<http://www.rglug.org/wiki/index.php/%C3%8Dslenskar_hugb%C3%BAna%C3%B0ar%C3%BE%C3%BD%C3%B0ingar>
eru ýmsar upplýsingar um hvernig gott er að standa að
þýðingum, þar er sérkafli um þýðingar á Launchpad (*buntu).
Gott er að lesa kaflann um gæðakröfur áður en hafist er
handa við þýðingar. Þarna eru líka upplýsingar um orðasöfn á
netinu og annað gagnlegt.

Tengt þessu er orðasafn RGLUG :
<http://www.rglug.org/wiki/index.php/%C3%9E%C3%BD%C3%B0ingarlisti_RGLUG>
þar er safnað saman ýmsum hugtökum og skilgreiningum
sem þýðendur lenda hvað oftast í vandræðum með.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að þýðingarnar nýtist víðar:
https://wiki.ubuntu.com/Translations/Upstream

Team details

Email:
Log in for email information.
Owner:
Tryggvi Björgvinsson
Created on:
2008-02-14
Languages:
English, Icelandic
Membership policy:
Moderated Team

All members

You must log in to join or leave this team.

Latest members

Mailing list

Launchpad no longer supports the creation of new mailing lists.

Subteam of

“Íslenska UBUNTU þýðingarteymið - Icelandic Translators” is a member of these teams: